Fara í efni

Ábendingar vegna þjónustu Strætó

Ábendingar vegna þjónustu Strætó

Suðurnesjabæ hafa borist ábendingar frá íbúum þess efnis að þjónusta Strætó hafi ekki staðið sem skyldi undanfarna daga. Sveitarfélagið hefur verið í samskiptum við Vegagerðina og hefur nú þegar verið unnið að úrlausn málsins.

Við viljum hvetja íbúa til að láta vita beint í ábendingagátt Strætó ef þjónustan er ekki eins og hún á að vera. Slíkar ábendingar eru mikilvægur þáttur í því að tryggja að þjónustan sé áreiðanleg og íbúum til hagsbóta.